Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði? Andri Snær Magnason skrifar 21. september 2024 13:02 Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun