Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði? Andri Snær Magnason skrifar 21. september 2024 13:02 Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun