„Ekki jafn auðvelt og lokatölurnar gáfu til kynna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 19:31 Arne Slot sáttur að leik loknum. EPA-EFE/TIM KEETON „Þetta var góð frammistaða, sérstaklega með boltann. Við áttum fjöldann allan af skotum og sköpuðum mörg færi en þetta var ekki jafn auðvelt og lokatölurnar gáfu til kynna,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool, eftir sigur liðsins á Bournemouth í dag. Liverpool lagði Bournemouth með þremur mörkum gegn engu í dag. Slot var því eðlilega sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. „Þetta voru virkilega góðar afgreiðslur en það er vert að muna hvað gerðist þar á undan. Bournemouth spiluðu mjög aggressíft svo [Ibrahima] Konaté vissi að það væri góð lausn að spila boltanum aftur fyrir vörn þeirra,“ sagði Slot um tvennu Luis Díaz. „Í seinna markinu átti Trent [Alexander-Arnold] virkilega gott hlaup með boltann og Luis kláraði bæði færin virkilega vel.“ Um Darwin Núñez „Við vonumst til að bæta mörkum við leik hans því það er það sem við þurfum frá framherjanum okkar, vinnusemin hans var til fyrirmyndar. Við höfum marga góða leikmenn og það er samkeppni um stöður. Svo lengi sem leikmenn halda áfram að spila vel þá er það jákvætt fyrir mig.“ Um Trent „Það kemur mér ekki á óvart að hann komi að svo mörgum mörkum því hann býr yfir gríðarlegum gæðum. Það sem mér líkar einnig er hvernig hann verst. Ef hann getur sameinað þetta tvennt mun hann gera mig mjög glaðan.“ „Það er eðlilegt að vinna heimaleik gegn Bournemouth en þetta er erfið dagskrá og liðin sem við mætum eru virkilega sterk. Bournemouth gerði okkur erfitt fyrir en við unnum og þurfum nú að halda áfram,“ sagði Slot að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Liverpool lagði Bournemouth með þremur mörkum gegn engu í dag. Slot var því eðlilega sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. „Þetta voru virkilega góðar afgreiðslur en það er vert að muna hvað gerðist þar á undan. Bournemouth spiluðu mjög aggressíft svo [Ibrahima] Konaté vissi að það væri góð lausn að spila boltanum aftur fyrir vörn þeirra,“ sagði Slot um tvennu Luis Díaz. „Í seinna markinu átti Trent [Alexander-Arnold] virkilega gott hlaup með boltann og Luis kláraði bæði færin virkilega vel.“ Um Darwin Núñez „Við vonumst til að bæta mörkum við leik hans því það er það sem við þurfum frá framherjanum okkar, vinnusemin hans var til fyrirmyndar. Við höfum marga góða leikmenn og það er samkeppni um stöður. Svo lengi sem leikmenn halda áfram að spila vel þá er það jákvætt fyrir mig.“ Um Trent „Það kemur mér ekki á óvart að hann komi að svo mörgum mörkum því hann býr yfir gríðarlegum gæðum. Það sem mér líkar einnig er hvernig hann verst. Ef hann getur sameinað þetta tvennt mun hann gera mig mjög glaðan.“ „Það er eðlilegt að vinna heimaleik gegn Bournemouth en þetta er erfið dagskrá og liðin sem við mætum eru virkilega sterk. Bournemouth gerði okkur erfitt fyrir en við unnum og þurfum nú að halda áfram,“ sagði Slot að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira