Ríkisstjórnin seilist í sjóði erfiðisvinnufólks Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. september 2024 16:02 Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun