Haaland kastaði boltanum í hnakkann á Gabriel eftir jöfnunarmark City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2024 07:02 Erling Braut Haaland og Gabriel Magalhaes eru ekki beint perluvinir. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem John Stones reyndist hetja heimamanna. Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir. Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira