Erlent

Trump úti­lokar að bjóða sig fram aftur

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fylgi frambjóðendanna tveggja er hnífjafnt á landsvísu.
Fylgi frambjóðendanna tveggja er hnífjafnt á landsvísu. AP/Evan Vucci

Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna segist ekki munu gefa kost á sér í kosningunum 2028 fari svo að hann tapi í nóvember.

Í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Full Measure var hann spurður hvort hann sjái fyrir sér að bjóða sig fram í þriðja sinn árið 2028. Svar hans var afdráttarlaust.

„Nei, það geri ég ekki. Ég sé það alls ekki fyrir mér,“ sagði Trump.

Hann bætti svo við að hann vonist að sjálfsögðu eftir jákvæðri niðurstöðu í þessum næstu kosningum.

Það þýðir að Trump sé nú í sinni síðustu kosningabaráttu, að minnsta kosti fyrir forsetaembættið. Bandaríkjaforsetar mega aðeins sitja tvö kjörtímabil.

Nýjustu skoðanakannanir sýna að frambjóðendurnir tveir séu hnífjafnir á landsvísu en að Harris sé með forskot í Pennsylvaníuríki, einu helsta barátturíkinu sem gæti komið til með að skera úr um sigurvegara kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×