Ég er ekki alki Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 23. september 2024 10:31 Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar