Keane segir Arteta að taka lyfin sín Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 10:02 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal og Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður Vísir/Samsett mynd Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Leik lokið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02
Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn