Bara tvær fljótari en Sveindís Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 16:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar gullleikmenn í FC 25 tölvuleiknum. Sveindís er einn fljótasti leikmaður leiksins. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er þriðja fljótasta knattspyrnukona heims, ef miðað er við tölurnar í nýjustu útgáfu FC fótboltatölvuleiksins. FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn. Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn.
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira