Þarf ekki að skerða heitt vatn í vetur vegna nýrrar borholu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 23:03 Sigfús Ingi segir sveitarstjórn í skýjunum með nýju borholuna. Það þurfi að meta hvort það verði farið í dælingu en til að byrja með sé sjálfrennsli nóg. Myndir/Skagafjörður Sveitarstjóri í Skagafirði telur ólíklegt að þörf verði á að skerða heitt vatn til notenda í vetur líkt og þurfti að gera í kuldaköstum síðasta vetur. Niðurstöður á nýrri borholu sýna að um öfluga borholu er að ræða. Sjálfrennsli er upp á um 20 til 30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Heildarforði í dag eru um 125 sekúndulítrar í sveitarfélaginu. Heildarkostnaður við verkið er um 180 milljón krónur. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði um borun nýrrar borholu í Borgarmýrum í Skagafirði. „Við þurfum síðasta vetur að skerða afhendingu á heitu vatni í kuldaköstum síðasta vetur til stórnotenda,“ segir Sigfús og að sem dæmi hafi sveitarfélagið þurft að loka sundlauginni á meðan því stóð. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að borun nýrrar borholu hafi lokið 20. september og Ísor hafi gert prófanir á henni samdægurs. Niðurstöður hafi sýnt að um öfluga vinnsluholu væri að ræða. Úr henni sé sjálfrennsli upp á 20 til 30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Slíkt magn nægi fyrir 500 meðalheimili. Þurfa að skoða dælingu betur Þá kemur fram að leiða megi líkur að því að væri dælu komið fyrir í borholunni væri hægt að ná allt að 80-100 sekúndulítrum af vatni. Það þurfi að skoða það sérstaklega með tilliti til annarra borhola á svæðinu, þar sem um sama jarðhitaforðabúr er að ræða. Hitaveituhola Borgarmýrum.Skagafjörður „Það eru þónokkuð margar borholur á svæðinu og þetta virðist vera að sækja í sama jarðhitaforðabúr. Við höfum tekið eftir því að við rennsli úr þessari þá dregur aðeins úr í öðrum holum. Við finnum aðeins fyrir því. Við getum náð 20 til 30 lítrum á sekúndu en með því að setja dælu getum við náð miklu meira magni en þá er spurning hvaða áhrif það hefur á aðrar holur og hvort það minnki úr þeim,“ segir Sigfús Ingi. Hann segir heildarforða úr hitaveitusvæðinu á Sauðárkróki vera í kringum 125 sekúndulítrar fyrir þessa borun. „Ef miðað er við efri mörkin, 30, þá er að bætast talsvert við og ef við færum í dælingu þá kæmi enn meira. Sérfræðingar Ísor telja þetta með betri borholum á lághitasvæði á Íslandi. Við erum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Sigfús. Viðbót sem dugar Hann segir að næst sé á dagskrá að ljúka tengingunni og koma vatninu í nýtingu. „Þetta er viðbót sem dugar okkur talsvert. En svo þarf að meta hvort við förum í dælingu en það liggur ekki á miðað við það magn sem við fáum sjálfrennandi. Allt öryggi og afhending á heituvatni stóreykst við þetta. Við eigum að vera vel sett fyrir komandi vetur. Jafnvel þó hann verði kaldur,. Þetta er mjög mikilvægt fyrir áframhaldandi þarfir samfélagsins, íbúða- og atvinnurekstur.“ Hann segir sveitarfélagið til dæmis vinna nú að viðbót við sundlaugina í Sauðárkróki þar sem er verið að bæta við kennslulaug og rennibrautasvæði og þetta skipti miklu máli fyrir það, sem og upphitun á gervigrasi. Ísor telur borholuna eina þá bestu sem er að finna á lághitasvæði.Skagafjörður Í tilkynningu kemur jafnframt fram að framkvæmdir við borholuna hafi hafist með byggingu borplans í byrjun júlí. Verkhluta hafi lokið í sama mánuði og að Víðimelsbræður ehf. hafi séð um verkið. Samið var við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borun nýrrar, 800m djúprar holu. Ekki þurfti að fara í fulla dýpt og endaði holan í 762 m. dýpt. Undirbúningur, fyrir borun, hófst á staðnum 9. ágúst og borun þann 20. þess mánaðar. Var borinn Nasi notaður við verkið. Borun gekk vel og komu engir ófyrirséðir hnökrar upp. Þá segir að í haust muni Skagafjarðarveitur ljúka við tengingu holunnar inn á hitaveitukerfi Sauðárkróks. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að vatnið myndi duga fyrir 50 til 75 meðalheimili en það rétta er að vatnið dugar fyrir 500 meðalheimili. Skagafjörður sendi leiðréttingu 24.9.2024. Fréttin var uppfærð klukkan 16:14 þann 24.9.2024. Skagafjörður Vatn Orkumál Tengdar fréttir Loka sundlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. 16. mars 2023 11:19 Skagfirðingar þurfa á Hofsós til að komast í sund í dag Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila. 15. desember 2022 10:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sjálfrennsli er upp á um 20 til 30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Heildarforði í dag eru um 125 sekúndulítrar í sveitarfélaginu. Heildarkostnaður við verkið er um 180 milljón krónur. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði um borun nýrrar borholu í Borgarmýrum í Skagafirði. „Við þurfum síðasta vetur að skerða afhendingu á heitu vatni í kuldaköstum síðasta vetur til stórnotenda,“ segir Sigfús og að sem dæmi hafi sveitarfélagið þurft að loka sundlauginni á meðan því stóð. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins kemur fram að borun nýrrar borholu hafi lokið 20. september og Ísor hafi gert prófanir á henni samdægurs. Niðurstöður hafi sýnt að um öfluga vinnsluholu væri að ræða. Úr henni sé sjálfrennsli upp á 20 til 30 sekúndulítra af 69°C heitu vatni. Slíkt magn nægi fyrir 500 meðalheimili. Þurfa að skoða dælingu betur Þá kemur fram að leiða megi líkur að því að væri dælu komið fyrir í borholunni væri hægt að ná allt að 80-100 sekúndulítrum af vatni. Það þurfi að skoða það sérstaklega með tilliti til annarra borhola á svæðinu, þar sem um sama jarðhitaforðabúr er að ræða. Hitaveituhola Borgarmýrum.Skagafjörður „Það eru þónokkuð margar borholur á svæðinu og þetta virðist vera að sækja í sama jarðhitaforðabúr. Við höfum tekið eftir því að við rennsli úr þessari þá dregur aðeins úr í öðrum holum. Við finnum aðeins fyrir því. Við getum náð 20 til 30 lítrum á sekúndu en með því að setja dælu getum við náð miklu meira magni en þá er spurning hvaða áhrif það hefur á aðrar holur og hvort það minnki úr þeim,“ segir Sigfús Ingi. Hann segir heildarforða úr hitaveitusvæðinu á Sauðárkróki vera í kringum 125 sekúndulítrar fyrir þessa borun. „Ef miðað er við efri mörkin, 30, þá er að bætast talsvert við og ef við færum í dælingu þá kæmi enn meira. Sérfræðingar Ísor telja þetta með betri borholum á lághitasvæði á Íslandi. Við erum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Sigfús. Viðbót sem dugar Hann segir að næst sé á dagskrá að ljúka tengingunni og koma vatninu í nýtingu. „Þetta er viðbót sem dugar okkur talsvert. En svo þarf að meta hvort við förum í dælingu en það liggur ekki á miðað við það magn sem við fáum sjálfrennandi. Allt öryggi og afhending á heituvatni stóreykst við þetta. Við eigum að vera vel sett fyrir komandi vetur. Jafnvel þó hann verði kaldur,. Þetta er mjög mikilvægt fyrir áframhaldandi þarfir samfélagsins, íbúða- og atvinnurekstur.“ Hann segir sveitarfélagið til dæmis vinna nú að viðbót við sundlaugina í Sauðárkróki þar sem er verið að bæta við kennslulaug og rennibrautasvæði og þetta skipti miklu máli fyrir það, sem og upphitun á gervigrasi. Ísor telur borholuna eina þá bestu sem er að finna á lághitasvæði.Skagafjörður Í tilkynningu kemur jafnframt fram að framkvæmdir við borholuna hafi hafist með byggingu borplans í byrjun júlí. Verkhluta hafi lokið í sama mánuði og að Víðimelsbræður ehf. hafi séð um verkið. Samið var við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borun nýrrar, 800m djúprar holu. Ekki þurfti að fara í fulla dýpt og endaði holan í 762 m. dýpt. Undirbúningur, fyrir borun, hófst á staðnum 9. ágúst og borun þann 20. þess mánaðar. Var borinn Nasi notaður við verkið. Borun gekk vel og komu engir ófyrirséðir hnökrar upp. Þá segir að í haust muni Skagafjarðarveitur ljúka við tengingu holunnar inn á hitaveitukerfi Sauðárkróks. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að vatnið myndi duga fyrir 50 til 75 meðalheimili en það rétta er að vatnið dugar fyrir 500 meðalheimili. Skagafjörður sendi leiðréttingu 24.9.2024. Fréttin var uppfærð klukkan 16:14 þann 24.9.2024.
Skagafjörður Vatn Orkumál Tengdar fréttir Loka sundlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. 16. mars 2023 11:19 Skagfirðingar þurfa á Hofsós til að komast í sund í dag Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila. 15. desember 2022 10:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Loka sundlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum. 16. mars 2023 11:19
Skagfirðingar þurfa á Hofsós til að komast í sund í dag Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki verða lokaðar í dag. Mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar og er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerð til að forgangsraða heitu vatni til heimila. 15. desember 2022 10:40