Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 18:24 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira