Bjarkey ekki undir feldi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 11:29 Bjarkey Olsen styður Svandísi heilshugar. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24