Aron spilar með Joselu og Rodrigo Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 13:28 Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í katarska boltann. Getty/Simon Holmes Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild. Katarski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild.
Katarski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti