Leitin snerist ekki barnaníðsefni en hald var lagt á snjalltæki og tölvur í hans eigu og fundu rannsakendur hundruð skráa með myndefni af barnaníði, samkvæmt dómskjölum frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem AP fréttaveitan vísar í.
Skrárnar fundust á tveimur farsímum sem Routh hafði í fórum sínum, samkvæmt frétt ABC News, en um bæði myndir og myndbönd er að ræða. Oran Routh er grunaður um að hafa keypt myndbandið á netinu í sumar og vísa rannsakendur FBI í samskipti hans við annan aðila frá því í júlí.
Routh stendur frammi fyrir tveimur ákærum sem snúa að móttöku og vörslu barnaníðsefni. Hann mun mæta fyrir dómara seinna í dag.
Ryan Routh, faðir Oran, var handtekinn í Flórída fyrr í þessum mánuði eftir að lífverðir Trump sáu hann með byssu á golfvelli Trump í Virginíu. Hann náði ekki að hleypa af skoti en lífverðirnir skutu á hann og hann flúði en var síðar handtekinn.
Hann stendur frammi fyrir ákæru vegna vopnalagabrota en gæti enn verið ákærður fyrir morðtilræði. Nýverið var opinberað að hann sendi vini sínum skilaboð og sagðist ætla að myrða Trump.