Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 22:32 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Nú gæti hann snúið aftur á fótboltavöllinn. Getty/Mikolaj Barbanell Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið. Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira