Drukkinn undir stýri og enn í „lederhosen“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 09:31 Jens Lehmann lék um árabil með Arsenal og hefur tekið þátt í góðgerðaleikjum félagsins eftir að hanskarnir fóru í hilluna. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrverandi markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis á Októberfest í München. Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum. Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Lehmann var stöðvaður af lögreglu um klukkan hálftvö um nótt og var þá enn klæddur í „lederhosen“, leðurstuttbuxurnar sem eru svo einkennandi fyrir Októberfest. „Lögreglan segir að hann hafi lyktað af áfengi og ekið með glæfralegum hætti,“ segir saksóknarinn Anne Leiding. Októberfest er í fullum gangi í München en þessi mikla hátíð, sem einkennist meðal annars af mikilli bjórdrykkju, stendur yfir í sextán daga, fram til 6. október að þessu sinni. Áætlað er að um sex milljónir gesta heimsæki þýsku borgina vegna hátíðarinnar. Lehmann var einn af þeim sem skemmtu sér vel á hátíðinni en þýska blaðið Bild segir að sést hafi til hans standandi og dansandi uppi á einum af löngu bekkjunum á hátíðinni, á sunnudagskvöld. Eftir það settist hann undir stýri. Gat ekki blásið í mælinn Lögreglan reyndi að mæla áfengismagnið í Lehmann en það tókst ekki þar sem að hann blés ekki nógu fast. Því var farið með hann á lögreglustöðina og þar tekið blóðsýni. „Rannsóknin er enn í gangi. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis,“ segir saksóknarinn. Bild óskaði eftir viðbrögðum frá Lehmann en hann hefur ekki viljað tjá sig. Jens Lehmann gæti átt yfir höfði sér dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Getty/Sven Hoppe Lehmann er 54 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 61 A-landsleik fyrir Þýskaland, síðast árið 2008. Lehmann varði um árabil mark Arsenal, frá 2003-2008 og svo aftur í einum deildarleik árið 2011. Hann lék einnig með Stuttgart, Dortmund og AC Milan en hóf ferilinn með Schalke. Lehmann var markmannsþjálfari hjá Arsenal 2017-2018 og svo aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Augsburg árið 2019. Lehmann tók svo sæti í stjórn Hertha Berlin árið 2020 en var rekinn ári síðar eftir að hafa sent skilaboð til Dennis Aogo, sérfræðings hjá Sky, um að hann væri aðeins í því starfi til að uppfylla kröfu um að hafa svartan mann í sérfræðingahópnum. Hann baðst síðar afsökunar á þeim skilaboðum.
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira