Skutu skotflaug í Kyrrhafið í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 14:01 Kínverjar skutu síðast langdrægri skotflaug í Kyrrahafið árið 1980. AP/Mark Schiefelbein Kínverjar framkvæmdu í morgun tilraun með langdræga skotflaug sem borið getur kjarnorkuvopn. Eldflaugin bar gervi-sprengiodd og var henni skotið í Kyrrahafi en þetta er í fyrsta sinn í nokkra áratugi sem Kínverjar gera tilraun sem þessa. Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þrátt fyrir það segja talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína að um hefðbundnar æfingar sé að ræða sem hafi verið hluti af árlegum æfingum herafla Kína. Undanfarin ár hafa tilraunaskot sem þessi verið framkvæmd innan landamæra Kína og eldflaugarnar látnar lenda í Taklamakan-eyðimörkinni í Xinjiang-héraði, samkvæmt frétt BBC. Síðast létu Kínverjar skotflaug lenda í Kyrrahafinu árið 1980 og þetta er mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar staðfesta tilraunaskot með langdrægri skotflaug frá 1982. Kínverjar hafa þó gert fjölmargar æfingar með langdrægar eldflaugar og skotflaugar á undanförnum árum. Árið 2021 er talið að 135 langdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft frá Kína og var það oftar en í öllum öðrum ríkjum heimsins samanlagt. Sjá einnig: Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Wall Street Journal hefur eftir sérfræðingi í málefnum Asíu að tilraunaskotið sé að líkindum til komið vegna aukinnar spennu milli Kína og Filippseyja, Japan og Taívan. Ráðamenn Í Taívan tilkynntu í morgun að 23 kínverskum herflugvélum hefði verið flogið við eyríkið og öllum þeirra nema einni hafi verið flogið inn í svokallað loftvarnarsvæði Taívan. Viðræður féllu í súginn Í skýrslu sem yfirvöld Í Bandaríkjunum birtu í fyrra kemur fram að talið sé að Kínverjar eigi um 500 kjarnorkuvopn og þar af séu um 350 á langdrægum skotflaugum. Talið er að kjarnorkuvopnin verði orðin þúsund fyrir árið 2030. Samkvæmt tölum SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, eiga níu ríki heims kjarnorkuvopn. Það eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína, Indland, Pakistan, Norður-Kórea og Ísrael. Saman eiga þessi ríki áætlaða 12.121 kjarnorkuodd og um 3.904 þeirra eru tilbúin til notkunar, með mismunandi eldflaugum eða flugvélum. Öll hin eru í geymslu. Bandaríkin eru talin eiga 5.044 kjarnorkuodda, Rússar 5.580, Bretar 225, Frakkar 290, Kínverjar 500, Indverjar 172, Pakistan 170, Norður-Kórea fimmtíu og Ísrael níutíu. Bandaríkjamenn og Kínverjar áttu fyrr á þessu ári í viðræðum um kjarnorkuvopn en ráðamenn í Kína slitu þeim vegna vopnasendinga Bandaríkjamanna til Taívan. Herafli Kína hefur gengist gífurlega uppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla.
Kína Hernaður Bandaríkin Taívan Japan Filippseyjar Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23 Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Segja Kínverja hafa ógnað fullveldi Japan Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær. 27. ágúst 2024 06:23
Stjórnvöld í Kína harðlega gagnrýnd í ályktun Nató-fundarins Stjórnvöld í Kína eru með virkum hætti að greiða fyrir hernaði Rússa í Úkraínu, segja leiðtogar Atlantshafsbandalagsins í ályktun eftir fund þeirra í Washington. 11. júlí 2024 06:55
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. 23. maí 2024 07:53
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent