Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 10:02 Sammy Smith hefur skorað 29 mörk í 28 leikjum með íslenskum félagsliðum. vísir/sigurjón Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Sammy hóf sumarið með FHL í Lengjudeildinni og skoraði fimmtán mörk í fjórtán leikjum fyrir liðið sem vann deildina. Í síðasta mánuði gekk hún svo í raðir Breiðabliks og hefur þar skorað sjö mörk í fimm deildarleikjum. Þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla gegn Þór/KA á sunnudaginn. Blikar eru með eins stigs forskot á Valskonur á toppi deildarinnar. „Þetta hefur verið súrrealískt. Þetta hefur verið mjög gaman. Ég er mjög glöð að ég sé hérna og þetta hafi farið eins og þetta hefur farið. Þetta byrjaði fyrir austan og núna er ég hérna í bænum. Þetta hefði held ég ekki getað farið betur,“ sagði Sammy í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sem fyrr sagði gæti Sammy náð þeim einstaka áfanga að vinna bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. „Það væri mjög svalt. Það er klárlega markmið hjá mér. En ég tek bara einn leik fyrir í einu. Vonandi get ég hjálpað þessu liði að vinna þessa deild,“ sagði Sammy. Sló bara til Hún er frá Boston og lék með Lindu Líf Boama, leikmanni Víkings, í Boston háskólanum. Linda mælti með því að Sammy kæmi til Íslands ef tækifæri byðist og hún tók hana á orðinu. „Hún sagði alltaf að ef ég vildi spila sem atvinnumaður gæti ég gert það á Íslandi. Þegar umboðsmaðurinn minn sagði að íslenskt lið vildi fá mig hugsaði ég mig ekki tvisvar um og sló bara til. Ég endaði fyrir austan og núna er ég hérna,“ sagði Sammy. Sammy og stöllur hennar í Breiðabliki taka á móti FH á laugardaginn.vísir/sigurjón Hún hefur smellpassað inn í lið Breiðabliks og segist raunar aldrei hafa spilað í jafn góðu liði. „Þetta lið er svo gott og við spilum svona vel saman. Ég veit ekki hvort ég hef verið í liði sem hefur spilað svona vel saman. Það vantar ekkert í liðið okkar. Þetta virkar inni á vellinum og við erum að gera vel,“ sagði Sammy. Hefndarleikur Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í lokaumferð Bestu deildarinnar. Yfirgnæfandi líkur er á að það verði hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Það væri hefndarleikur fyrir mig því fyrsti leikurinn sem ég spilaði með Breiðabliki var nokkrum dögum eftir að ég kom hingað gegn Val. Þetta er klárlega hefndarleikur fyrir mig,“ sagði Sammy og vísaði til tapsins fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Sammy? „Það er frábær spurning. Ég er að skoða kostina í stöðunni. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram hjá Breiðabliki. Þetta er frábær félag og ég dýrka stelpurnar. Ég hefði ekkert á móti því að vera áfram en ég hef ekki ákveðið mig,“ sagði Sammy að lokum. Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti