Nýjustu upplýsingar breyta ekki skoðun verkstjórans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:02 Frá Bakkafirði þar sem 55 eru skráðir til heimilis samkvæmt Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm „Umrætt fólk hefur komið vel fram og stend ég enn þá á þeirri skoðun meðan rannsókn málsins á sér stað að þarna er um góða vini og öflugt starfsfólk að ræða.“ Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira