Selenskí varar við „kjarnorku hörmung“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 19:54 Getty/Spencer Platt Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kom fram fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði Rússland vera að skipuleggja frekari árásir gegn kjarnorkuverum Úkraínu og varaði viðstadda við „kjarnorku hörmung“. Fréttastofa BBC greinir frá. Selenskí sagðist hafa upplýsingar undir höndum sem sönnuðu að stjórnvöld í Rússlandi notuðust við gervitungl frá öðrum þjóðum til að njósna og safna upplýsingum um kjarnorkuinnviði í Úkraínu. „Geislavirkni virðir ekki landamæri og fjöldi þjóða gætu orðið fyrir áhrifum ef ráðist er á kjarnorkuver,“ sagði hann. Rússland hefur ítrekað ráðist á innviði sem sjá Úkraínu fyrir rafmagni og annarri orku síðan að innrásin hófst árið 2022. Hann biðlaði til Sameinuðu þjóðanna að þrýsta á Rússa að stöðva framgöngu sína í Úkraínu og sagði öryggi í kjarnorkumálum skipta öllu máli. Varað hefur verið við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið en verið er eins og er undir stjórn Rússa. Eldur kom upp í verinu í ágúst. Kjarnorkuverið hefur orðið fyrir stanslausum árásum yfir gang stríðsins og hafa bæði Rússar og Úkraínumenn sakað hvorn annan um að bera ábyrgð á árásunum. „Orka má ekki vera notuð sem vopn,“ sagði Selenskí. Selenskí hyggst funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris, frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta á meðan á dvöl hans í Bandaríkjunum stendur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Selenskí sagðist hafa upplýsingar undir höndum sem sönnuðu að stjórnvöld í Rússlandi notuðust við gervitungl frá öðrum þjóðum til að njósna og safna upplýsingum um kjarnorkuinnviði í Úkraínu. „Geislavirkni virðir ekki landamæri og fjöldi þjóða gætu orðið fyrir áhrifum ef ráðist er á kjarnorkuver,“ sagði hann. Rússland hefur ítrekað ráðist á innviði sem sjá Úkraínu fyrir rafmagni og annarri orku síðan að innrásin hófst árið 2022. Hann biðlaði til Sameinuðu þjóðanna að þrýsta á Rússa að stöðva framgöngu sína í Úkraínu og sagði öryggi í kjarnorkumálum skipta öllu máli. Varað hefur verið við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið en verið er eins og er undir stjórn Rússa. Eldur kom upp í verinu í ágúst. Kjarnorkuverið hefur orðið fyrir stanslausum árásum yfir gang stríðsins og hafa bæði Rússar og Úkraínumenn sakað hvorn annan um að bera ábyrgð á árásunum. „Orka má ekki vera notuð sem vopn,“ sagði Selenskí. Selenskí hyggst funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta og Kamölu Harris, frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta á meðan á dvöl hans í Bandaríkjunum stendur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira