Aftur til fortíðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 26. september 2024 08:31 Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja. Raforkuvæðingin hófst á tíunda áratug síðustu aldar en síðan þá hafa nær allar fiskimjölsverksmiðjur verið raforkuvæddar. Örfáar búa þó enn við að geta einungis knúið starfsemi sína með olíu en það er einkum vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Er þar um að ræða fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Árangurinn er óumdeildur, eins og sjá má á neðangreindri mynd. Bakslag hefur hins vegar komið í þessa jákvæðu vegferð á liðnum tveimur árum, þar sem raforkuskortur hefur verið viðvarandi. Framleiðsla ófyrirsjáanleg Fiskimjölsverksmiðjur hafa nýtt ótrygga raforku til að knýja áfram framleiðslu sína. Verksmiðjurnar hafa þannig getað nýtt orku sem verður afgangs í kerfinu og er afhending skert ef staða vinnslukerfa er ekki nægilega góð. Fyrir skerðanlega raforku er greitt lægra verð. Verksmiðjurnar geta síðan nýtt jarðefnaeldsneyti ef skortur er á raforku, þó raforka sé ávallt fyrsti kostur enda tryggir hún læra kolefnisfótspor framleiddra afurða. Einnig skapar hún betra vinnuumhverfi í verksmiðjunum og nærumhverfi þeirra þegar litið er til hávaða og loftgæða. Fyrirkomulagið hefur reynst einkar hagfellt enda býr mjöl- og lýsisframleiðsla ekki við sama fyrirsjáanleika og annar iðnaður þegar kemur að orkunotkun. Hráefnisöflun fiskimjölsverksmiðja er afar sveiflukennd milli ára. Aflaheimildir, veðurfar og göngumynstur fiskistofna eru meðal þeirra óvissuþátta sem hafa áhrif. Miklar sveiflur eru í stærð þeirra fiskistofna sem nýttir eru í mjöl- og lýsisframleiðslu og er nærtækast að nefna loðnu, sem hefur verið fyrirferðamesta tegundin þegar kemur að framleiðslu á mjöli og lýsi. Miklar sveiflur eru á milli ára í stærð loðnustofnsins og er loðnubrestur árin 2019, 2020 og aftur nú í ár, skýrasta dæmið um það. Hversu stórum hluta loðnuaflans er ráðstafað í mjöl og lýsi, ræðst svo að mestu leyti af heildarloðnukvóta hvers árs. Eftir því sem kvótinn er stærri, fer almennt hlutfallslega meira í bræðslu. Aðrar uppsjávartegundir, svo sem síld, makríll og kolmunni hafa einnig verið nýttar í mjöl- og lýsisframleiðslu þegar lítið er um loðnu. Áætla má að uppsafnaður olíusparnaður sem hefur myndast við raforkuvæðingu fiskimjölsverksmiðja á síðastliðnum 20 árum jafngildi 300 þúsund tonnum af olíu. Til að setja það í samhengi þá samsvarar það olíunotkun flugiðnaðarins á síðasta ári eða um tvöfaldri notkun íslenska fiskiskipaflotans samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Þá hefur minni olíunotkun liðinna 20 ára sparað um 35 milljarða króna í olíukostnað á núverandi verðlagi. Raforkuvæðingin verður því ekki einungis til þess að kolefnisspor afurðanna minnkar, heldur eru verksmiðjurnar að nota græna innlenda orku í stað þess að flytja inn olíu. Vegferðin lengist Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun ítrekað þurft að grípa til skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja. Þetta má einkum rekja til slæmrar vatnsstöðu lónanna, sem gerir það að verkum að lítil orka er afgangs þegar að kaupendur að forgangsorku hafa nýtt sína orku. Í kjölfar þeirra skerðinga hefur olíunotkun verksmiðjanna aukist umtalsvert. Frekari skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja eru fyrirséðar en samkvæmt raforkuspá Landsnets eru jafnvel líkur á að notendur að forgangsorku þurfi að þola skerðingar á næstu árum. Það er bakslag sem enginn vildi sjá. Raforkukerfið er komið að þolmörkum. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir óþarfa olíunotkun, svo að hægt verði að ná markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Fyrirtækin hafa sýnt vilja, bæði í orði og í verki, til að draga úr olíunotkun sinni. Raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja er gott dæmi um það. Í ljósi þessarar stöðu skýtur verulega skökku við að stjórnvöld hækki í sífellu kolefnisgjald, sem einna verst bitnar á sjávarútvegi. Fyrirtækin hafa þegar ráðist í orkuskipti með verulegum fjárfestingum, en græna orkan er aftur á móti uppseld. Stjórnvöld eru hins vegar ár hvert að þyngja enn frekar gjaldtökuna, vitandi að engar athafnir fyrirtækjanna geta breytt skorti á grænni orku. Nú verða stjórnvöld að staldra við og endurmeta þessa undarlegu vegferð síhækkandi kolefnisgjalds. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja. Raforkuvæðingin hófst á tíunda áratug síðustu aldar en síðan þá hafa nær allar fiskimjölsverksmiðjur verið raforkuvæddar. Örfáar búa þó enn við að geta einungis knúið starfsemi sína með olíu en það er einkum vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Er þar um að ræða fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Árangurinn er óumdeildur, eins og sjá má á neðangreindri mynd. Bakslag hefur hins vegar komið í þessa jákvæðu vegferð á liðnum tveimur árum, þar sem raforkuskortur hefur verið viðvarandi. Framleiðsla ófyrirsjáanleg Fiskimjölsverksmiðjur hafa nýtt ótrygga raforku til að knýja áfram framleiðslu sína. Verksmiðjurnar hafa þannig getað nýtt orku sem verður afgangs í kerfinu og er afhending skert ef staða vinnslukerfa er ekki nægilega góð. Fyrir skerðanlega raforku er greitt lægra verð. Verksmiðjurnar geta síðan nýtt jarðefnaeldsneyti ef skortur er á raforku, þó raforka sé ávallt fyrsti kostur enda tryggir hún læra kolefnisfótspor framleiddra afurða. Einnig skapar hún betra vinnuumhverfi í verksmiðjunum og nærumhverfi þeirra þegar litið er til hávaða og loftgæða. Fyrirkomulagið hefur reynst einkar hagfellt enda býr mjöl- og lýsisframleiðsla ekki við sama fyrirsjáanleika og annar iðnaður þegar kemur að orkunotkun. Hráefnisöflun fiskimjölsverksmiðja er afar sveiflukennd milli ára. Aflaheimildir, veðurfar og göngumynstur fiskistofna eru meðal þeirra óvissuþátta sem hafa áhrif. Miklar sveiflur eru í stærð þeirra fiskistofna sem nýttir eru í mjöl- og lýsisframleiðslu og er nærtækast að nefna loðnu, sem hefur verið fyrirferðamesta tegundin þegar kemur að framleiðslu á mjöli og lýsi. Miklar sveiflur eru á milli ára í stærð loðnustofnsins og er loðnubrestur árin 2019, 2020 og aftur nú í ár, skýrasta dæmið um það. Hversu stórum hluta loðnuaflans er ráðstafað í mjöl og lýsi, ræðst svo að mestu leyti af heildarloðnukvóta hvers árs. Eftir því sem kvótinn er stærri, fer almennt hlutfallslega meira í bræðslu. Aðrar uppsjávartegundir, svo sem síld, makríll og kolmunni hafa einnig verið nýttar í mjöl- og lýsisframleiðslu þegar lítið er um loðnu. Áætla má að uppsafnaður olíusparnaður sem hefur myndast við raforkuvæðingu fiskimjölsverksmiðja á síðastliðnum 20 árum jafngildi 300 þúsund tonnum af olíu. Til að setja það í samhengi þá samsvarar það olíunotkun flugiðnaðarins á síðasta ári eða um tvöfaldri notkun íslenska fiskiskipaflotans samkvæmt gögnum frá Orkustofnun. Þá hefur minni olíunotkun liðinna 20 ára sparað um 35 milljarða króna í olíukostnað á núverandi verðlagi. Raforkuvæðingin verður því ekki einungis til þess að kolefnisspor afurðanna minnkar, heldur eru verksmiðjurnar að nota græna innlenda orku í stað þess að flytja inn olíu. Vegferðin lengist Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun ítrekað þurft að grípa til skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja. Þetta má einkum rekja til slæmrar vatnsstöðu lónanna, sem gerir það að verkum að lítil orka er afgangs þegar að kaupendur að forgangsorku hafa nýtt sína orku. Í kjölfar þeirra skerðinga hefur olíunotkun verksmiðjanna aukist umtalsvert. Frekari skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja eru fyrirséðar en samkvæmt raforkuspá Landsnets eru jafnvel líkur á að notendur að forgangsorku þurfi að þola skerðingar á næstu árum. Það er bakslag sem enginn vildi sjá. Raforkukerfið er komið að þolmörkum. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir óþarfa olíunotkun, svo að hægt verði að ná markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Fyrirtækin hafa sýnt vilja, bæði í orði og í verki, til að draga úr olíunotkun sinni. Raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja er gott dæmi um það. Í ljósi þessarar stöðu skýtur verulega skökku við að stjórnvöld hækki í sífellu kolefnisgjald, sem einna verst bitnar á sjávarútvegi. Fyrirtækin hafa þegar ráðist í orkuskipti með verulegum fjárfestingum, en græna orkan er aftur á móti uppseld. Stjórnvöld eru hins vegar ár hvert að þyngja enn frekar gjaldtökuna, vitandi að engar athafnir fyrirtækjanna geta breytt skorti á grænni orku. Nú verða stjórnvöld að staldra við og endurmeta þessa undarlegu vegferð síhækkandi kolefnisgjalds. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar