Kæra sig ekki um evruna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. september 2024 09:31 Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana. Tvö norræn ríki eru í þessum hópi, Danmörk og Svíþjóð. Danir eru eina ríkið innan Evrópusambandsins sem hafa undanþágu frá því að taka evruna upp. Hin ríkin eru Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Svíar hafa verið skuldbundir til þess að taka upp evruna síðan þeir gengu í sambandið 1995, Pólverjar og Tékkar frá inngöngu þeirra 2004 og Rúmenar og Búlgarar frá því að þeir gengu þar inn 2007. Með öðrum orðum hafa umrædd ríki verið skuldbundin til þess að taka upp evruna árum og áratugum saman án þess að láta verða af því. Fátt ef eitthvað bendir til þess að af því verði að helzt Búlgaríu undanskildri sem hefur síðan árið 2020 haft uppi áform um það að taka evruna upp. Til stóð að Búlgarar tækju evruna upp í byrjun næsta árs en því hefur nú verið frestað. Alls óvíst er hvort og þá hvenær komi til þess. Danir og Svíar höfnuðu evrunni Til þess að ríki innan Evrópusambandsins geti tekið evruna upp þurfa þau fyrst að uppfylla ákveðin efnahagsleg skilyrði fyrir því. Áðurnefnd ríki í Austur-Evrópu hafa mörg hver vísvitandi sleppt því að uppfylla þau til þess að þurfa ekki að standa við þá skuldbindingu sína. Svíar höfnuðu hins vegar evrunni í þjóðaratkvæði 2003 og hafa niðurstöður nær allra skoðanakannana síðan sýnt fleiri andvíga upptöku hennar. Danir fengu undanþágu frá því að taka upp evruna í stað dönsku krónunnar eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði 1992. Árið eftir voru þeir aftur látnir kjósa um sáttmálann en að þessu sinni með fjórum undanþágum. Þar á meðal frá evrunni, eða réttara sagt myntbandalagi sambandsins, sem fyrr segir. Danir höfnuðu evrunni síðan í annað sinn í þjóðaratkvæði árið 2000. Fullyrt hefur verið í röðum hérlendra Evrópusambandssinna að vegna gengistengingar sé danska krónan sé í raun evran. Gengi dönsku krónunnar er vissulega tengt gengi evrunnar með ákveðnum vikmörkum en ástæða þess er fyrst og fremst sú að það var áður tengt þýzka markinu vegna hliðstæðra efnahagslegra aðstæðna og í Þýzkalandi. Danir geta hins vegar hvenær sem er kippt því einhliða úr sambandi. Mjög ólíkar efnahagsaðstæður Hafa má einnig í huga að Bretland tók aldrei upp evruna áður en landið gekk úr Evrópusambandinu. Þá eru taldar allar líkur á því miðað við niðurstöður skoðanakannana á sínum tíma að evrunni hefði verið hafnað kjósendum í Þýzkaland hefðu þeir fengið að segja álit sitt á þeirri ákvörðun að fórna þýzka markinu fyrir hana. Þá má ekki gleyma að Norðmenn hafa tvisvar hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði. Helzta ástæða þess að Norðmenn vilja ekki evruna er sú að efnahagslegar aðstæður í Noregi eru mjög ólíkar því sem gerist á evrusvæðinu. Ekki sízt í Þýzkalandi sem Seðlabanki Evrópusambandsins horfir einkum til við vaxtaákvarðanir sínar. Hið sama á við um Ísland. Hagsveiflan hérlendis er til dæmis afar ólík því sem gerist innan evrusvæðisins og peningastefna þess hentaði fyrir vikið seint hagkerfi landsins. Hefði hagfræði ráðið för en ekki pólitík hefði evrusvæðið líklega aðeins náð til þeirra ríkja Evrópusambandsins sem eiga nægjanlega efnahagslega samleið til þess að deila sama gjaldmiðli. Líkt og Þýzkalands, Frakklands og Benelúx-landanna. Ef svæðið hefði þá orðið til. Hins vegar réð pólitík för. Fyrst og fremst lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan sambandsins um að til verði evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun