Einu leik er ólokið í 32-liða úrslitunum en AFC Wimbledon og Newcastle mætast í kvöld. Sigurliðið fær heimaleik gegn Chelsea í næstu umferð.
Liverpool mætir Brighton á útivelli en Arsenal á fyrir höndum útileik við Preston North End, með Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson innanborðs. Preston, sem leikur í næstefstu deild, sló út úrvalsdeildarlið Fulham í vítaspyrnukeppni.
Sextán liða úrslitin:
Brentford - Sheffield Wednesday
Southampton - Stoke
Tottenham - Manchester City
AFC Wimbledon eða Newcastle - Chelsea
Manchester United - Leicester
Brighton - Liverpool
Preston - Arsenal
Aston Villa - Crystal Palace