Häcken vann fyrri leikinn í Svíþjóð 1-0 og því þurftu Skytturnar að vinna með tveggja marka mun í kvöld. Skytturnar voru einnig án nokkurra sterkra leikmanna, þar á meðal fyrirliðans Leah Williamson.
Það kom þó ekki að sök þar sem Lia Wälti kom Arsenal yfir um miðbik fyrri hálfleiks og jafnaði þar með metin í einvíginu.
Ain't nobody like @liawaelti ❤️ pic.twitter.com/7RDgnbI4IS
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) September 26, 2024
Mariona Caldentey tvöfaldaði forystu Arsenal undir lok fyrri hálfleiks og Skytturnar yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Enska landsliðskonana Beth Mead bætti þriðja marki Arsenal við snemma í síðari hálfleik og Frida Leonhardsen-Maanum bætti fjórða markinu við aðeins tveimur mínútum eftir að hún kom inn af bekknum.
Lokatölur í Lundúnum 4-0 og Skytturnar komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
First goal for the Gunners ⚽️✅#UWCL || @mariona8co pic.twitter.com/bwdXTu8mUY
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 26, 2024
París Saint-Germian fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en mátti þola tap geng Juventus í kvöld líkt og í fyrri leik liðanna. Einvíginu lauk með 5-2 sigri Juventus sem er því komið í riðlakeppnina.
Juventus are the first team to knock Paris out of the #UWCL before the quarter-finals since Tyresö 2013/14 😮 pic.twitter.com/dLYnljUkvt
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 26, 2024
Manchester City vann þá öruggan 3-0 sigur á París FC eftir að vinna fyrri leik liðanna 8-0. Gríðarlega öruggt hjá Manchester-liðinu sem hefur byrjað tímabilið af krafti.
🏴 Man City qualify for the group stage for the first time under the current format 🤩#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/ZcOH5Z2OKZ
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 26, 2024
Önnur úrslit
- Mura 0-5 St. Pölten
- Servette 2-7 Roma
- Real Madríd 3-1 Sporting
- Celtic 2-0 Vorskla Poltava