Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:37 Hrönn Ólína Jörundardóttir er forstjóri MAST. Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur. Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni. Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni.
Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira