Sport

Sakar and­stæðing um að stela þjálfaranum sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikaela Mayer vill meina að andstæðingur sinn um helgina, Sandy Ryan, hafi stolið þjálfaranum sínum.
Mikaela Mayer vill meina að andstæðingur sinn um helgina, Sandy Ryan, hafi stolið þjálfaranum sínum. getty/Alex Livesey

Mikið hefur gengið á í aðdraganda bardaga hnefaleikakvennanna Sandys Ryan og Mikaelu Mayer sem mætast í Madison Square Garden í New York um helgina. Deila þeirra hverfist meðal annars um þjálfara.

Mayer sakar nefnilega Ryan um að hafa stolið þjálfaranum sínum, Kay Koroma. Ryan þvertekur hins vegar fyrir það.

Ryan byrjaði að æfa í æfingastöð Mayers í Bandaríkjunum og eftir það skipti hún um þjálfara og byrjaði, samkvæmt Mayer, að æfa undir handleiðslu Koromas.

Mayer segir hins vegar að Koroma sé ekki aðalþjálfari sinn og aðstoðarmaður hans, Flick Savoy, verði í horni hennar í bardaganum í dag.

Á blaðamannafundi fyrir bardagann dró Mayer fram síma sinn og las upp skilaboð frá Ryan þar sem hún baðst afsökunar á að hafa ekki látið hana vita áður en hún byrjaði að æfa í stöðinni hennar.

„Ekki reyna að bakka núna. Vertu bara heiðarleg og stattu við ákvörðun þína,“ sagði Mayer. Henni er verulega illa við Ryan.

„Hvernig hún talar, hún er fullorðin kona. Hvernig hún ber sig og talar, mér finnst hún vera rusl,“ sagði Mayer um mótherja sinn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×