Íslensk börn skorti meiri aga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Margrét Lilja hvetur foreldra til þess að setja börnum sínum mörk. Vísir/Baldur Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“ Bítið Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira