„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 15:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. aðsend „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend
Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent