Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 07:02 Mosfellingar verða með þeim bestu á næsta ári, í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Þeir fögnuðu vel í Laugardalnum í gær. vísir/Anton Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta. Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta.
Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands
Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00