Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 22:30 Ibrahima Konaté var bæði hetja og skúrkur um tíma í leiknum gegn Wolves í dag. Getty/John Powell Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira