Innlent

Veg­farandinn er látinn

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
kerti

Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Vegfarandinn var fluttur á slysadeild í nótt en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að ökumaðurinn hafi verið óslasaður. Þrettán hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. 

Töluvert viðbragð var á svæðinu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kvartaði yfir því í dagbók sinni að hluti vegfaranda hafi ekki sýnt störfum lögreglu nægilega tillitssemi.

„Tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Sæbraut við Vogabyggð. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfaranda og er það samdóma álit lögreglumanna að hluti vegfaranda hafi sýnt störfum lögreglu lítinn skilning og verið ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar.

Lögregla minnir á að ávallt er góð ástæða fyrir lokunum lögreglu, en þær eru bæði til að tryggja vettvanginn í tengslum við rannsóknarhagsmuni auk þess að tryggja öryggi viðbragðsaðila sem starfa innan lokana,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×