„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 16:45 Það gekk lítið upp hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, í upphafi tímabils en á endanum náði hann að snúa við gengi liðsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. „Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
„Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira