Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 14:35 Arnar Þór, Þórður Snær og Jón Gnarr stefna allir á þing. Pallborðið Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“ Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“
Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira