Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem farið er yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Þar segir að málið sé í rannsókn og unnið með barnavernd.
Í tilkynningunni segir einnig að einn hafi verið handtekinn í hverfi 104 vegna gruns um fíkniefnamisferli og var málið afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu.
Ennfremur segir að tilkynnt hafi verið um innbrot og þjófnað í verslun í hverfi 203 í Kópavogi og hafi einn verið handtekinn og laus að lokinni skýrslutöku.
Ökumaður var stöðvaður í hverfi 101 í Reykjavík grunaður akstur undir áhrifum fíkniefna. Kom í ljós að hann var einnig sviptur ökuréttindum og var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Lögregla segir einnig frá því að skráningarnúmer hafi verið tekin af bílum bæði í hverfi 221 í Hafnarfirði og 109 í Reykjavík vegna vanrækslu á greiðslu trygginga.
Þá segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í hverfi lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum og hafnað á vegriði. Hlaut bílstjórinn minniháttar meiðsli.