Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira