Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 12:03 Losun frá vegasamgöngum stendur svo gott sem í stað þrátt fyrir rafbílavæðingu enda eru fleiri bílar í umferð og þeir eru keyrðir meira en áður. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Heildarlosun á Íslandi nam rúmum 12,2 milljónum tonna af koltvísýringsígildum í fyrra og dróst saman um 1,3 prósent frá árinu 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í dag. Þegar landnotkun er undanskilin nam losunin 4,5 milljónum tonna og dróst saman um þrjú prósent á milli ára. Samfélagslosun, sú losun sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á að takmarka, dróst saman um 2,8 prósent í fyrra og nam 2,7 milljónum tonna. Hún hefur nú dregist saman um 14,4 prósent frá 2005. Stóriðjan dró einnig úr losun um rúm þrjú prósent í fyrra en losun frá alþjóðaflugi jókst um ellefu prósent. Losun frá flugi hefur þrátt fyrir það ekki náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Ekki stórmál að fara fram úr sér eitt ár Þrátt fyrir samdráttinn í samfélagslosun var hún að líkindum fram yfir þeim úthlutunum sem Ísland hefur samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Ísland og Noregur eiga í samstarfi við Evrópusambandið um losunarmarkmið í tengslum við Parísarsamkomulagið. Ekki er búið að stafesta hlutdeild Íslands í markmiði ESB um 55 prósent samdrátt í losun fyrir 2030 en líklegt er talið að það verði 41 prósent. Miðað við það var losunin í fyrra um fimm þúsundum tonnum umfram úthlutanir Íslands fyrir árið 2023. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir umframkeyrsluna ekki stórmál í ljósi þess að Ísland á afgang af úthlutunum sínum frá 2021 og 2022 sem má færa áfram á milli ára. Fyrra tímabili Parísarsamkomulagsins lýkur eftir næsta ár. Jafnvel þótt afgangurinn af úthlutunum Íslands dygði ekki til að jafna út bókhaldið hafa íslensk stjórnvöld úr 620 þúsund tonnum af losunarheimildum úr evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir fyrir stóriðjuna (ETS) úr að spila. Þá er mögulegt að telja fram nettóbindingu í landnotkunarflokki bókhaldsins (LULUCF), allt að hundrað þúsund tonn á fyrra tímabili samningsins. Meiri óvissa er um þann flokk en Sigríður Rós segir að eins og staðan sé núna gæti Íslands náð nettóbindingu í landnotkun. Bratt að ná alþjóðlegum skuldbindingum fyrir 2030 Miðað við losunartölur fyrir árin 2021 til 2023 stenst Ísland losunarskuldbindingar sínar fyrir þau ár. Sigríður Rós segir að það verði þó bratt að ná markmiði um 41 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. „Ef við höldum vel á spöðunum og förum í þær aðgerðir sem þarf að ráðast í þá er þetta alveg hægt. Ef viljinn er fyrir hendi getum við staðist þessar skuldbindingar,“ segir Sigríður Rós. Tryggja verði að ráðist verði í þær aðgerðir sem lýst er í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, líka þær sem eru á hugmyndastigi, og að þær verði fjármagnaðar. Ísland hefur náð árangri í að draga úr losun af völdum svonefndra F-gasa sem eru notuð sem kælimiðlar og þá eru merki um áframhaldandi samdrátt frá úrgangi vegna aukinnar flokkunar lífræns úrgangs. Sigríður Rós segir landbúnaðinn erfiðan geira en mörg lönd eigi í erfiðleikum með að draga úr losun frá honum. Mörg tækifæri til samdráttar séu til staðar í orkumálum, sérstaklega í vegasamgöngum og jarðvarmavirkjunum sem mikilvægt sé að nýta. „Við þurfum kannski líka að tryggja að við séum að draga úr losun þar sem það er auðveldast,“ segir hún. Sauðfé hefur fækkað um fjögur prósent að meðaltali á ári frá 2016.Vísir/Vilhelm Fyrsta sinn sem losun frá bílum dregst saman án utanaðkomandi áfalla Stærstu einstöku þættirnir í samfélagslosun Íslands eru sem fyrr vegasamgöngur, fiskiskip og landbúnaður, samtals 73 prósent af losuninni í fyrra. Losunin dróst saman í öllum þessum geirum í fyrra en aðeins 0,5 prósent frá vegasamgöngum. Þær eru einar og sér þriðjungur af samfélagslosun Íslands. Sigríður Rós segir að þótt samdrátturinn sé lítill sé þetta í fyrsta skipti sem losun frá vegasamgöngum dregst saman án þess að það eigi sér utanaðkomandi skýringar eins og kórónuveirufaldurinn á sínum tíma. „Það eru fleiri á götunum, við erum að keyra meira en samt erum við að sjá þarna smá samdrátt þannig að það bendir allt til þess að það sé út af rafbílavæðingunni og að hún sé að byrja að skila sér sem eru mjög góðar fréttir,“ segir hún. Eftir að sjá áhrifin af samdrætti í nýskráningum rafbíla Önnur túlkun á þróuninni er að fjölgun bíla og aukning umferðar hafi í reynd þurrkað út loftslagsávinning rafbílavæðingarinnar. Sigríður Rós segir að losun á hvern bíl hafi lækkað mikið en Íslendingum fari fjölgandi og ferðamönnum sömuleiðis. Þá sé tímafrekt að skipta öllum bílaflotanum út. „Þetta er bara hluti af því að við búum í stækkandi hagkerfi. Losunarskuldbindingar eru aldrei mældar að höfðatölu heldur er þetta bara absolút losun. Þetta er krefjandi verkefni.“ Haldi rafbílavæðingin áfram í takt við undanfarin ár segir Sigríður Rós að losun frá vegasamgöngum haldi áfram að þróast niður á við. Bakslag kom þó í rafbílavæðinguna í ár þegar stjórnvöld felldu niður ýmsar ívilnanir til rafbílakaupa. „Eins og við vitum minnkuðu nýskráningar talsvert í byrjun þessa árs og við eigum aðeins ennþá eftir að sjá hvaða áhrif það mun hafa,“ segir hún. Rafbílum eins og Teslum hefur fjölgað verulega á götum landsins síðustu ár. Dregið hefur úr nýskráningum þeirra eftir að stjórnvöld afnámu ívilnanir í ár.Vísir/Vilhelm Helmingi minni losun fiskimjölsverksmiðja eftir mikla aukningu Mesti samdrátturinn í samfélagslosun í tonnum talið í fyrra var hjá fiskimjölsverksmiðjum. Þær drógu úr losun sinni um 33 þúsund tonn, eða 48 prósent, frá árinu áður. Losunin hafði aftur á móti aukist verulega árið 2022 frá árinu á undan. Fiskimjölsverksmiðjurnar kaupa skerðanlega raforku og keyra á jarðefnaeldsneyti þegar framboð á raforku er skert. Landbúnaðurinn minnkaði losun sína um 26 þúsund tonn, 4,4, prósent, á milli ára. Sá samdráttur skýrist fyrst og fremst af stöðugri fækkun sauðfjár en því hefur fækkað um fjögur prósent að meðaltali frá árinu 2016. Fækkunin skilar minni losun, bæði frá dýrunum sjálfum, og vegna minni áburðarnotkunar í ræktun fjárins. Þá dróst losun frá urðun úrgangs saman um þrettán þúsund tonn, 6,3 prósent á milli ára. Gróðurhúsalofttegundir myndast þegar lífrænn úrgangur sem er urðaður brotnar niður. Það ferli tekur ár og áratugi. Jafnvel þó að hætt yrði að urða allan lífrænan úrgang strax héldi losun frá urðunarstöðum um árabil áður en hún minnkaði. Mesta aukningin í samfélagslosun var frá vélum og tækjum. Þar er átt við ýmis konar vinnuvélar sem aka almennt ekki á vegum landsins eins og traktora og vinnuvélar á byggingarsvæðum. Losun frá þeim jóst um meira en fimmtán þúsund tonn á milli ára eða um fjórðung. Hlutfallslega mikil aukning varð í brennslu jarðefnaeldsneytis til húshitunar. Hún rúmlega tvöfaldaðist á milli ára og jókst um meira en 2.300 tonn. Álverið í Straumsvík er eitt þriggja sem eru rekin á Íslandi. Þau standa saman fyrir um þremur fjórða af allri losun stóriðju á landinu.Vísir/Vilhelm Losun fylgir framleiðslu stóriðjunnar Samdrátturinn í losun frá stóriðju skýrist af því að framleiðsla kísils og járnblendis dróst saman í fyrra. Alls dróst losun frá kísil og kísilmálmi saman um fimmtung á milli ára. Á sama tíma jókst framleiðsla á áli. Álverin juku þannig losun sína um 3,6 prósent á milli ára. Í járnblendiframleiðslunni spilaði aukin notkun viðarkurls í stað kola inn í að losunin dróst saman á milli ára. Alls stóðu álverin fyrir 72 prósentum af allri losun stóriðjunnar á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Kísil- og kísilmálmframleiðsla losaði um fimmtung gróðurhúsalofttegunda stóriðjunnar. Loftslagsmál Stóriðja Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Landbúnaður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Heildarlosun á Íslandi nam rúmum 12,2 milljónum tonna af koltvísýringsígildum í fyrra og dróst saman um 1,3 prósent frá árinu 2022 samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar sem voru birtar í dag. Þegar landnotkun er undanskilin nam losunin 4,5 milljónum tonna og dróst saman um þrjú prósent á milli ára. Samfélagslosun, sú losun sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á að takmarka, dróst saman um 2,8 prósent í fyrra og nam 2,7 milljónum tonna. Hún hefur nú dregist saman um 14,4 prósent frá 2005. Stóriðjan dró einnig úr losun um rúm þrjú prósent í fyrra en losun frá alþjóðaflugi jókst um ellefu prósent. Losun frá flugi hefur þrátt fyrir það ekki náð sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Ekki stórmál að fara fram úr sér eitt ár Þrátt fyrir samdráttinn í samfélagslosun var hún að líkindum fram yfir þeim úthlutunum sem Ísland hefur samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Ísland og Noregur eiga í samstarfi við Evrópusambandið um losunarmarkmið í tengslum við Parísarsamkomulagið. Ekki er búið að stafesta hlutdeild Íslands í markmiði ESB um 55 prósent samdrátt í losun fyrir 2030 en líklegt er talið að það verði 41 prósent. Miðað við það var losunin í fyrra um fimm þúsundum tonnum umfram úthlutanir Íslands fyrir árið 2023. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir umframkeyrsluna ekki stórmál í ljósi þess að Ísland á afgang af úthlutunum sínum frá 2021 og 2022 sem má færa áfram á milli ára. Fyrra tímabili Parísarsamkomulagsins lýkur eftir næsta ár. Jafnvel þótt afgangurinn af úthlutunum Íslands dygði ekki til að jafna út bókhaldið hafa íslensk stjórnvöld úr 620 þúsund tonnum af losunarheimildum úr evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir fyrir stóriðjuna (ETS) úr að spila. Þá er mögulegt að telja fram nettóbindingu í landnotkunarflokki bókhaldsins (LULUCF), allt að hundrað þúsund tonn á fyrra tímabili samningsins. Meiri óvissa er um þann flokk en Sigríður Rós segir að eins og staðan sé núna gæti Íslands náð nettóbindingu í landnotkun. Bratt að ná alþjóðlegum skuldbindingum fyrir 2030 Miðað við losunartölur fyrir árin 2021 til 2023 stenst Ísland losunarskuldbindingar sínar fyrir þau ár. Sigríður Rós segir að það verði þó bratt að ná markmiði um 41 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. „Ef við höldum vel á spöðunum og förum í þær aðgerðir sem þarf að ráðast í þá er þetta alveg hægt. Ef viljinn er fyrir hendi getum við staðist þessar skuldbindingar,“ segir Sigríður Rós. Tryggja verði að ráðist verði í þær aðgerðir sem lýst er í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, líka þær sem eru á hugmyndastigi, og að þær verði fjármagnaðar. Ísland hefur náð árangri í að draga úr losun af völdum svonefndra F-gasa sem eru notuð sem kælimiðlar og þá eru merki um áframhaldandi samdrátt frá úrgangi vegna aukinnar flokkunar lífræns úrgangs. Sigríður Rós segir landbúnaðinn erfiðan geira en mörg lönd eigi í erfiðleikum með að draga úr losun frá honum. Mörg tækifæri til samdráttar séu til staðar í orkumálum, sérstaklega í vegasamgöngum og jarðvarmavirkjunum sem mikilvægt sé að nýta. „Við þurfum kannski líka að tryggja að við séum að draga úr losun þar sem það er auðveldast,“ segir hún. Sauðfé hefur fækkað um fjögur prósent að meðaltali á ári frá 2016.Vísir/Vilhelm Fyrsta sinn sem losun frá bílum dregst saman án utanaðkomandi áfalla Stærstu einstöku þættirnir í samfélagslosun Íslands eru sem fyrr vegasamgöngur, fiskiskip og landbúnaður, samtals 73 prósent af losuninni í fyrra. Losunin dróst saman í öllum þessum geirum í fyrra en aðeins 0,5 prósent frá vegasamgöngum. Þær eru einar og sér þriðjungur af samfélagslosun Íslands. Sigríður Rós segir að þótt samdrátturinn sé lítill sé þetta í fyrsta skipti sem losun frá vegasamgöngum dregst saman án þess að það eigi sér utanaðkomandi skýringar eins og kórónuveirufaldurinn á sínum tíma. „Það eru fleiri á götunum, við erum að keyra meira en samt erum við að sjá þarna smá samdrátt þannig að það bendir allt til þess að það sé út af rafbílavæðingunni og að hún sé að byrja að skila sér sem eru mjög góðar fréttir,“ segir hún. Eftir að sjá áhrifin af samdrætti í nýskráningum rafbíla Önnur túlkun á þróuninni er að fjölgun bíla og aukning umferðar hafi í reynd þurrkað út loftslagsávinning rafbílavæðingarinnar. Sigríður Rós segir að losun á hvern bíl hafi lækkað mikið en Íslendingum fari fjölgandi og ferðamönnum sömuleiðis. Þá sé tímafrekt að skipta öllum bílaflotanum út. „Þetta er bara hluti af því að við búum í stækkandi hagkerfi. Losunarskuldbindingar eru aldrei mældar að höfðatölu heldur er þetta bara absolút losun. Þetta er krefjandi verkefni.“ Haldi rafbílavæðingin áfram í takt við undanfarin ár segir Sigríður Rós að losun frá vegasamgöngum haldi áfram að þróast niður á við. Bakslag kom þó í rafbílavæðinguna í ár þegar stjórnvöld felldu niður ýmsar ívilnanir til rafbílakaupa. „Eins og við vitum minnkuðu nýskráningar talsvert í byrjun þessa árs og við eigum aðeins ennþá eftir að sjá hvaða áhrif það mun hafa,“ segir hún. Rafbílum eins og Teslum hefur fjölgað verulega á götum landsins síðustu ár. Dregið hefur úr nýskráningum þeirra eftir að stjórnvöld afnámu ívilnanir í ár.Vísir/Vilhelm Helmingi minni losun fiskimjölsverksmiðja eftir mikla aukningu Mesti samdrátturinn í samfélagslosun í tonnum talið í fyrra var hjá fiskimjölsverksmiðjum. Þær drógu úr losun sinni um 33 þúsund tonn, eða 48 prósent, frá árinu áður. Losunin hafði aftur á móti aukist verulega árið 2022 frá árinu á undan. Fiskimjölsverksmiðjurnar kaupa skerðanlega raforku og keyra á jarðefnaeldsneyti þegar framboð á raforku er skert. Landbúnaðurinn minnkaði losun sína um 26 þúsund tonn, 4,4, prósent, á milli ára. Sá samdráttur skýrist fyrst og fremst af stöðugri fækkun sauðfjár en því hefur fækkað um fjögur prósent að meðaltali frá árinu 2016. Fækkunin skilar minni losun, bæði frá dýrunum sjálfum, og vegna minni áburðarnotkunar í ræktun fjárins. Þá dróst losun frá urðun úrgangs saman um þrettán þúsund tonn, 6,3 prósent á milli ára. Gróðurhúsalofttegundir myndast þegar lífrænn úrgangur sem er urðaður brotnar niður. Það ferli tekur ár og áratugi. Jafnvel þó að hætt yrði að urða allan lífrænan úrgang strax héldi losun frá urðunarstöðum um árabil áður en hún minnkaði. Mesta aukningin í samfélagslosun var frá vélum og tækjum. Þar er átt við ýmis konar vinnuvélar sem aka almennt ekki á vegum landsins eins og traktora og vinnuvélar á byggingarsvæðum. Losun frá þeim jóst um meira en fimmtán þúsund tonn á milli ára eða um fjórðung. Hlutfallslega mikil aukning varð í brennslu jarðefnaeldsneytis til húshitunar. Hún rúmlega tvöfaldaðist á milli ára og jókst um meira en 2.300 tonn. Álverið í Straumsvík er eitt þriggja sem eru rekin á Íslandi. Þau standa saman fyrir um þremur fjórða af allri losun stóriðju á landinu.Vísir/Vilhelm Losun fylgir framleiðslu stóriðjunnar Samdrátturinn í losun frá stóriðju skýrist af því að framleiðsla kísils og járnblendis dróst saman í fyrra. Alls dróst losun frá kísil og kísilmálmi saman um fimmtung á milli ára. Á sama tíma jókst framleiðsla á áli. Álverin juku þannig losun sína um 3,6 prósent á milli ára. Í járnblendiframleiðslunni spilaði aukin notkun viðarkurls í stað kola inn í að losunin dróst saman á milli ára. Alls stóðu álverin fyrir 72 prósentum af allri losun stóriðjunnar á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Kísil- og kísilmálmframleiðsla losaði um fimmtung gróðurhúsalofttegunda stóriðjunnar.
Loftslagsmál Stóriðja Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Landbúnaður Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01