Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 12:35 Lúðvík var fimmtugur þegar hann lést í byrjun árs við vinnu í Grindavík. Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira