Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 14:17 Haförninn þurfti að nýta allt sitt vænghaf til að hafa betur í baráttunni við laxinn, sem var í kringum sjö pund að sögn Símons. Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita. Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita.
Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira