Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 14:47 Kristian Nökkvi Hlynsson er miðjumaður hollenska stórliðsins Ajax og styrkir U21-landsliðið mikið ef hann er klár í slaginn. Getty/Peter Lous Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15
„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00