„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2024 16:45 Mac Allister ber þjálfaranum Slot vel söguna. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira