Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar 3. október 2024 08:31 Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Sjá meira
Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun