Körfubolti

Martin mátti þola tap í fyrsta leik EuroLeague

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Martin Hermannsson var áberandi í sigri Alba Berlín í dag.
Martin Hermannsson var áberandi í sigri Alba Berlín í dag. Getty/Hendrik Schmidt

Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlin, sem tapaði 77-87 fyrir Panathinaikos, í fyrsta leik evrópukeppni félagsliða í körfubolta, EuroLeague.

Panathinaikos byrjaði betur og var með níu stiga forysta eftir fyrsta leikhlutann. Alba sýndi betri hliðar eftir því sem líða fór á og minnkaði muninn í öðrum og þriðja leikhlutanum.

Orkan var hins vegar á þrotum í fjórða leikhlutanum, Panathinaikos tók fram úr, gerði leikinn lítið spennandi undir lokin og vann að endingu nokkuð öruggan tíu stiga sigur.

Martin spilaði vel, með 12 stig og 8 stoðsendingar auk 2 frákasta. 75 prósent skotnýtingu og 50 prósent fyrir aftan þriggja stiga línuna.

Martin missti af úrslitaviðureign Alba Berlin undir lok síðasta tímabils vegna meiðsla, sem voru ekki eins alvarleg og fyrst horfðist. Hásinin hélst heil og Martin var frá í rétt rúman mánuð, hann hefur byrjað nýtt tímabil af fullum krafti og verið í byrjunarliði Alba Berlin í öllum þremur leikjunum hingað til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×