Markalaust á Villa Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2024 15:00 Erik ten Hag ræðir við Bruno Fernandes sem skaut í slá í seinni hálfleik gegn Aston Villa. getty/Michael Regan Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með átta stig. Villa er í 5. sætinu með fjórtán stig. United var nær sigrinum í leiknum í dag. Bruno Fernandes átti bestu tilraun leiksins þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána í seinni hálfleik. Emiliano Martínez varði svo tvisvar vel frá Marcus Rashford. Villa átti aðeins eina tilraun á markið í leiknum. Youri Tielemans átti þá skot sem André Onana varði í upphafi seinni hálfleiks. Jaden Philogene fékk samt besta færi heimamanna í uppbótartíma en skaut í Diogo Dalot. United hefur haldið hreinu í síðustu þremur útileikjum sínum en einungis skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Southampton hefur skorað færri mörk, eða fjögur. Þá hefur United aðeins skorað í þremur af sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn
Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með átta stig. Villa er í 5. sætinu með fjórtán stig. United var nær sigrinum í leiknum í dag. Bruno Fernandes átti bestu tilraun leiksins þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána í seinni hálfleik. Emiliano Martínez varði svo tvisvar vel frá Marcus Rashford. Villa átti aðeins eina tilraun á markið í leiknum. Youri Tielemans átti þá skot sem André Onana varði í upphafi seinni hálfleiks. Jaden Philogene fékk samt besta færi heimamanna í uppbótartíma en skaut í Diogo Dalot. United hefur haldið hreinu í síðustu þremur útileikjum sínum en einungis skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Southampton hefur skorað færri mörk, eða fjögur. Þá hefur United aðeins skorað í þremur af sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu.