Nefndin deili ekki við þá sem gagnrýna hana á „mis málefnalegan hátt“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2024 16:47 Einar Gautur, til hægri, kveðst ekki geta svarað gagnrýni Ómars. Vísir Formaður Úrskurðarnefndar lögmanna segir nefndina ekki geta brugðist við harðri gagnrýni á störf hennar, sem Ómar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður viðraði í pistli í morgun. Nefndin geti ekki deilt opinberlega við þá sem gagnrýna störf hennar á „mis málefnalegan hátt.“ Ómar greindi frá því í pistli sínum að hann byggist við því að nefndin muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega og þá yrðu áminningarnar orðnar fleiri en hann getur talið. Hann svaraði nefndinni fullum hálsi sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá. Grein Ómars ber titilinn Úrskurðargrautur lögmanna og leiða má líkur að því að titillinn, ásamt fjölda tilvísana í „úrskurðarGrautinn“, sé skot á formann nefndarinnar Einar Gaut Steingrímsson. Starfi án manngreinarálits Vísir hafði samband við Einar Gaut til þess að falast eftir viðbrögðum hans við pistli Ómars. Í skriflegu svari segir Einar Gautur að nefndin geti ekki sem sem slík brugðist við sökum þess að eini vettvangurinn þar sem henni er mögulegt að fjalla um mál sé í úrskurðum hennar sjálfrar. Hún þurfi að gæta þess að úrskurða aðeins að lögum , vera óvilhöll og starfa án manngreinarálits. „Hún getur ógnað þeirri nálgun með því að deila opinberlega við þá sem gagnrýna störf hennar á mis málefnalegan hátt.“ Þá geti hann ekki heldur tjáð sig persónulega um málið. Lögmennska Tengdar fréttir Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. 25. mars 2024 11:07 Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Ómar greindi frá því í pistli sínum að hann byggist við því að nefndin muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega og þá yrðu áminningarnar orðnar fleiri en hann getur talið. Hann svaraði nefndinni fullum hálsi sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá. Grein Ómars ber titilinn Úrskurðargrautur lögmanna og leiða má líkur að því að titillinn, ásamt fjölda tilvísana í „úrskurðarGrautinn“, sé skot á formann nefndarinnar Einar Gaut Steingrímsson. Starfi án manngreinarálits Vísir hafði samband við Einar Gaut til þess að falast eftir viðbrögðum hans við pistli Ómars. Í skriflegu svari segir Einar Gautur að nefndin geti ekki sem sem slík brugðist við sökum þess að eini vettvangurinn þar sem henni er mögulegt að fjalla um mál sé í úrskurðum hennar sjálfrar. Hún þurfi að gæta þess að úrskurða aðeins að lögum , vera óvilhöll og starfa án manngreinarálits. „Hún getur ógnað þeirri nálgun með því að deila opinberlega við þá sem gagnrýna störf hennar á mis málefnalegan hátt.“ Þá geti hann ekki heldur tjáð sig persónulega um málið.
Lögmennska Tengdar fréttir Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. 25. mars 2024 11:07 Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01
Kæra Ómar til lögreglu og kvarta til siðanefndar og Persónuverndar Ungt par hefur ákveðið að kæra lögmanninn Ómar R. Valdimarsson vegna birtingar hans á viðkvæmum persónuupplýsingum um það á samfélagsmiðlum. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebooksíðu lögmannsstofu sinnar vegna deilu um störf hans í flugbótamáli fólksins. 25. mars 2024 11:07
Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. 26. september 2024 15:00