Innlent

Svan­dís og Guð­mundur Ingi nýir leið­togar Vinstri grænna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Félagar VG gengu að kjörborðinu á landsfundi flokksins í dag.
Félagar VG gengu að kjörborðinu á landsfundi flokksins í dag. Vísir

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 

Landsfundur Vinstri grænna stendur yfir um helgina og voru niðurstöður úr kjöri til formanns tilkynntar rétt í þessu. Svandís Svavarsdóttir var ein í framboði og hlaut 169 atkvæði af 175 greiddum. 

Guðmundur Ingi hlaut 145 atkvæði gegn 27 atkvæðum Jódísar Skúladóttur þingmanns Vinstri grænna. Alls voru 176 atkvæði greidd.

Ritari og gjaldkeri sjálfkjörin

Hólmfríður Jennýjar- Árnadóttir var sjálkjörin ritari flokksins með 146 atkvæði af 164 greiddum. Steinar Harðarson var jafnframt sjálfkjörinn í stöðu gjaldkeri með 159 atkvæði. Hann hefur gegnt þeirri stöðu frá því í fyrra.

Nýir meðstjórn­end­ur í stjórn Vinstri grænna eru Ald­ey Unn­ar Trausta­dótt­ir, Anna Þor­steins­dótt­ir, Elín Björk Jón­as­dótt­ir, Fjöln­ir Sæ­munds­son, Jósúa Gabrí­el Davíðsson, Maa­rit Kaipain­en og Pét­ur Heim­is­son.

Þá eru Jó­dís Skúla­dótt­ir, Jana Salóme Ingi­bjarg­ar Jóseps­dótt­ir, Árni Þór Sig­urðsson og Berg­lind Häsler vara­menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×