Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 21:04 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er mjög ánægð með listaverkið á vitanum frá Viðari Breiðfjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn. Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn.
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira