Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 23:08 Það er svipur með Sigmundi og nýja hvolpnum enda er feldur hundsins næstum því eins á litinn og skegg eigandans. „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54