Forest fékk stig manni færri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2024 15:03 Chris Wood kemur Nottingham Forest yfir gegn Chelsea. getty/Bradley Collyer Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en á 49. mínútu kom Chris Wood Forest yfir. Nýsjálendingurinn hefur skorað fjögur af sjö mörkum Forest í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Forysta heimamanna entist aðeins í átta mínútur því Noni Madueke jafnaði á 57. mínútu. Hann er kominn með fjögur deildarmörk í vetur. Forest lék manni færri síðustu tólf mínútur leiksins eftir að James Ward-Prowse fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78. mínútu. Chelsea tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og Forest hélt stiginu. Lokatölur 1-1. Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Forest í 9. sætinu með tíu stig. Enski boltinn
Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Staðan var markalaus í hálfleik en á 49. mínútu kom Chris Wood Forest yfir. Nýsjálendingurinn hefur skorað fjögur af sjö mörkum Forest í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Forysta heimamanna entist aðeins í átta mínútur því Noni Madueke jafnaði á 57. mínútu. Hann er kominn með fjögur deildarmörk í vetur. Forest lék manni færri síðustu tólf mínútur leiksins eftir að James Ward-Prowse fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78. mínútu. Chelsea tókst hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og Forest hélt stiginu. Lokatölur 1-1. Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með fjórtán stig en Forest í 9. sætinu með tíu stig.