Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 09:01 Davíð Ingvarsson fór á kostum fyrir Breiðablik í leiknum við Val í gær. vísir/Diego Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira
Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.
Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjá meira