Cecilía fer á kostum í Mílanó Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð sig frábærlega gegn meisturum Roma um helgina. Getty/Pier Marco Tacca Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina. Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti