Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 16:29 Albert mætti í aðalmeðferðina ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Vísir/Vilhelm Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að dómurinn verður kveðinn upp á milli klukkan 12:45 og 12:55. Á fimmtudag verða sléttar fjórar vikur liðnar frá fyrri degi aðalmeðferðar í málinu en í lögum um meðferð sakamála segir að hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli, sem var munnlega flutt, innan fjögurra vikna frá því að það var dómtekið skuli það flutt að nýju nema dómari og aðilar telji það óþarft. Aðalmeðferð í málinu tók tvo heila daga, sem er óvenjulangur tími í kynferðisbrotamálum, vegna umfangs málsins og mikils fjölda vitna sem munu bera vitni. Harðlokað þinghald Þinghald í málinu var lokað öllum óviðkomandi, líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum. Það er gert til þess að vernda friðhelgi brotaþola og ekki er hnikað frá þeirri venju nema að beiðni brotaþola. Dómsuppsaga verður sömuleiðis lokuð og reikna má með því að dómurinn verði ekki birtur strax á fimmtudag. Neitar sök Albert er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð. Ákæruvaldið krefst þess að Albert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd konunnar að Albert greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákæra á hendur Alberti var þingfest þann 3. júlí síðastliðinn. Albert mætti ekki við þingfestinguna en verjandi hans neitaði sök fyrir hans hönd. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að dómurinn verður kveðinn upp á milli klukkan 12:45 og 12:55. Á fimmtudag verða sléttar fjórar vikur liðnar frá fyrri degi aðalmeðferðar í málinu en í lögum um meðferð sakamála segir að hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli, sem var munnlega flutt, innan fjögurra vikna frá því að það var dómtekið skuli það flutt að nýju nema dómari og aðilar telji það óþarft. Aðalmeðferð í málinu tók tvo heila daga, sem er óvenjulangur tími í kynferðisbrotamálum, vegna umfangs málsins og mikils fjölda vitna sem munu bera vitni. Harðlokað þinghald Þinghald í málinu var lokað öllum óviðkomandi, líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum. Það er gert til þess að vernda friðhelgi brotaþola og ekki er hnikað frá þeirri venju nema að beiðni brotaþola. Dómsuppsaga verður sömuleiðis lokuð og reikna má með því að dómurinn verði ekki birtur strax á fimmtudag. Neitar sök Albert er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð. Ákæruvaldið krefst þess að Albert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd konunnar að Albert greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákæra á hendur Alberti var þingfest þann 3. júlí síðastliðinn. Albert mætti ekki við þingfestinguna en verjandi hans neitaði sök fyrir hans hönd.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55
Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21
Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45
Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49